Úrslit úr Greifatorfærunni 17. ágúst 2019

Íslandsmeistaratitillinn mun ráðast í síðustu torfærunni í sumar, Greifatorfærunni 17. ágúst!
7. ágúst, 2019
Minningarmót BA um næstu helgi eða laugardaginn 24. Ágúst
21. ágúst, 2019
Show all

Úrslit úr Greifatorfærunni 17. ágúst 2019

Um síðustu helgi eða 17. ágúst síðastliðin var haldin síðasta umferðin í íslandsmótinu í torfæru, Greifatorfæran.

17 keppendur voru skráðir til leiks í tveimur flokkum og var spennan í hámarki alla keppnina í svölu og jafnvel röku veðri. Áhorfendur létu það ekki á sig fá og mættu vel klæddir til að fylgja sínum mönnum til sigurs.  Eftir harða baráttu allan daginn endaði Þór Þormar Pálsson sem Íslandsmeistari, en það munaði bara fjórum stigum á þeim fyrir keppnina. Eins var svakaleg barátta í Götubílaflokki en þar börðust þeir Óskar Guðmundsson og Steingrímur Bjarnason og endaði Steingrímur Bjarnason sem íslandsmeistari!  Úrlsitin voru eftirfarandi:

Sérútbúinn flokkur:

  1. Gretar Óli Ingþórsson 1615 stig og fékk nafnbótina GREIFINN 2019
  2. Haukur Viðar Einarsson 1523 stig
  3. Þór Þormar Pálsson 1369 stig og varð Íslandsmeistari 2019

Götubíla flokkur:

  1. Steingrímur Bjarnason 1519 stig og var Íslandsmeistari 2019
  2. Ólafur V. Björnsson 1490 stig
  3. Óskar Guðmundsson 994 stig

Við þökkum Verkfærasölunni og AB varahlutum kærlega fyrir verðlaunin sem þeir gáfu.

Myndir: Svenni Har / Mótorsport Myndir

Comments are closed.