Um okkur

Bílaklúbbur Akureyrar var stofnaður 27. maí 1974 og er eitt elsta akstursíþróttafélag landsins.

Klúbburinn setti fljótt mark sitt á akstursíþróttasögu og bílamenningu landans með tíðum keppnum og öðrum viðburðum. Stóðu þar lengi framan af upp úr árlega 17. júní bílasýningin og torfæru- og sandspyrnukeppnir.

Klúbburinn hefur verið með félagsheimili á Óseyri, í Frostagötu 6b og síðan 2012 á núverandi svæði klúbbsins að Hliðarfjallsvegi 13.

Í gegnum tíðina hefur klúbburinn staðið fyrir ótrúlega fjölbreyttum viðburðum; má þar nefna sem fyrr segir bílasýningar, torfæru- og sandspyrnukeppnir, rally-cross, götuspyrnur, auto-x, go-kart, mótorhjóla- og vélsleðaspyrnur, reykspól- og græjukeppnir og eflaust ýmist annað.

Klúbburinn hefur ötullega unnið frá fyrstu tíða að því að koma upp svæði með aðstöðu til keppna og til að vinna að bættri umferðarmenningu á Akureyri. Eftir nokkurra áratuga baráttu eignaðist klúbburinn svo núverandi svæði, þar sem unnið hefur verið ötullega að uppbyggingu. Á svæðinu er félagsheimili klúbbsins, ökugerði og keppnissvæði. Keppnissvæðið hýsir götuspyrnur, sandspyrnur, torfærukeppnir, auto-x, go-kart og annað.

Síðustu ár hafa Bíladagar verið aðalviðburðir klúbbsins.

Félagsstarf klúbbsins er með ágætum blóma, almennir fundir eru hvern mánudag kl. 20. Allir velkomnir.

Bílaklúbbur Akureyrar er með akstursíþróttasvæði ofan Akureyrar nánar tiltekið við Hlíðarfjallsveg 13.