Um okkur
Bílaklúbbur Akureyrar var stofnaður 27. maí 1974 og er eitt elsta akstursíþróttafélag landsins.Klúbburinn setti fljótt mark sitt á akstursíþróttasögu og bílamenningu landans með tíðum keppnum og öðrum viðburðum. Stóðu þar lengi framan af upp úr árlega 17. júní bílasýningin og torfæru- og sandspyrnukeppnir.
Klúbburinn hefur verið með félagsheimili á Óseyri, í Frostagötu 6b og síðan 2012 á núverandi svæði klúbbsins að Hliðarfjallsvegi 13.
Lesa nánar...