Deildir

Deildir/Nefndir

Reglur deilda

Bílaklúbbur Akureyrar er deildarskipt félag.  Við inngöngu geta menn valið sér deild og þar með gengið inn í þann hóp sem hefur sama eða svipað áhugamál innan klúbbsins.  Deildirnar eru misvirkar, engin deild er þó virkari en félagar hennar.  Deildir hafa fundi á mismundandi tímum og ræður þar samkomulag við húsverði nokkru.

Fornbíladeild
Fornbíladeildin sér um rekstur og uppgerð eldri bíla.  Innan hennar eru gjarnan menn sem hafa mikla reynslu í uppgerð og rekstri fornbíla og óbilandi áhuga á gömlum bílum.  Einstaka félagar hafa komið sér upp skrá yfir alla gamla bíla sem liggja undir skemmdum um allt land og vinna hörðum höndum að björgun þessarra tækja frá glötun.  Deildin hefur umsjón með uppgerð FORD AA árg 1930 sem klúbburinn hefur yfirráð yfir, og er nokkuð vel á veg komin.  Einnig á félagið DODGE WEAPON árg 1953, gamlan hjálparsveitarbíl frá Akureyri, ekinn u.þ.b. 10 þúsund mílur og hefur hann verið notaður sem stjórnstöð og dráttarklár í nokkur ár og er alveg frábært ökutæki, t.d. hentugur á rúntinn og er original 6 cyl. bensín.  Nýjasta viðbót deildarinnar er 1981 módelið af Mercedes Benz 305 strætisvagni sem er klárlega merkilegasti fornbíll bæjarins í sögulegu samhengi. Fornbíladeildin stendur árlega fyrir sumar grilli fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra og hefur starfað ötullega að því að halda við gamla góða sumarrúntinum.  Sumarstarfið hefst svo með skoðunardegi fornbíla.

Rally og rallycrossdeild
Starfssemi Rally og rallycrossdeildar hefur ekki verið mikil vegna aðstöðuleysis.  Undanfarin ár hefur þó ein og ein Go-kart keppni verið haldin á vegum deildarinnar en til stendur að koma upp rallycross/go-cart svæði nú síðla sumars og að endurvekja þetta skemmtilega sport hér norðan heiða.

Jeppadeild
Jeppadeild hefur starfað með miklum ágætum undanfarin ár, með aðstoð annarra deilda.  En hún hefur yfirumsjón með torfærukeppnum félagsins.  Það er mikil vinna sem liggur að baki hverri keppni, að ekki sé talað um þegar hún er orðin á heimsklassa eins og torfæran er orðin.  Greifatorfæran hefur verið haldin í lok maí ár hvert og hefst Íslandsmótið með þessari keppni ár hvert.

Sýningardeild
Sýningardeild hefur yfirumsjón með bílasýningunni 17. júní ár hvert.  Hún skipar mikinn sess í hugum Akureyringa og er því sem næst ástæðulaust að auglýsa hana innanbæjar.  Á henni má líta alls konar tryllitæki og óvenjuleg ökutæki, mótorhjól sem fornbíla, stóra sem smáa.  Oft eru sýningarbásar frá þekktum aukahlutaseljendum, og svo mætti lengi telja.

Spyrnudeild
Spyrnudeild hefur umsjón með spyrnukeppnum, s.s. sandspyrnu og götuspyrnu sem nú hefur unnið sér fastan sess í sumarstarfi klúbbsins.  Það var annars nokkurt afrek að fá að loka einni af meiri umferðargötum bæjarins fyrir keppni af þessu tagi en það hafðist með hörkunni og best var að lögreglan og bæjaryfirvöld hafa verið með okkur frá fyrstu stundu.  Sandspyrnukeppnir eru haldnar við Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit og nú einnig á okkar framtíðarlandsvæði

Deildir og Nefndir

Fornbíla/Sýningardeild

 
Formaður Jón Rúnar Rafnsson.  Sími 8616929  e-mail  jr@ba.is

    Virkir meðlimir deildarinnar.

  1. Varaformaður: Arnar Kristjánsson   S: 8629959  chevy@nett.is   Sýningarstjóri 2013

  2. Varaformaður: Jón Gunnlaugur Stefánsson   S: 8689217  jonni@ba.is Sýningarstjóri 2013

  3. Kristján Skjóldal   S: 8933867  Hlidargata@gmail.com

  4. Björn Valdemarsson    S: 8963275  b.v@mi.is

  5. Baldvin Valdemarsson  S:  8406061 Baldvinn@internet.is / Baddi@Holdur.is

  6. Sveinn Rafnsson    S:  8977878 svennirafns@simnet.is

  7. Baldur Pálsson   S:  8620469  baldur73@gmail.com

  8. Jóhannes Rúnar Sigtryggsson   S: 8951355  joirunar@est.is

  9. Elisabet Wendel    S:  8655125  ewendel@simnet.is

  10. Viktor M Hagalín   S:  8430203  viktormani@simnet.is

  11. Guðni Þór Jósepsson   S:  8960884  gudni_josep@hotmail.com

  12. Sigurjón Örn Vilhjálmsson S:   8441361  continental@ba.is

  13. Kjartan Benediktsson   S:   8464356  kjarri88@hotmail.com

  14. Vésteinn Finnsson   S:  8962564 vesteinnf@talnet.is

  15. Atli Viðar Jónsson    S:  6901112   delanus@simnet.is

  16. Vilhjálmur Þ Jónsson S: 8459276  ford68@símnet.is
                                                                                                                                                                          
 

Þeir sem áhuga hafa á að vera skráðir hér sem meðlimir Fornbíladeildar/Syningardeildar vinsamlegast sendið email á formann deildarinnar á  jr@ba.is
það sem þarf að koma fram er nafn e-mail og sími

Úr reglum BA;
Deildin sér um framkvæmd og stjórnun Bílasyningar 17 juni ár hvert. Deildin skal vera virk í að kynna fornbila og bílamenningu fyrir almenningi og hafa umsjón með uppgerð og varðveislu fornbíls í eigu B.A.
_________________________________________________________________________________
Félagsmenn eru hvattir til að skrá sig meðlimi í deildir innan félagsins sem þeir hafa áhuga á að vera í og starfa með, með skráningu í deild fylgir þvi sú kvöð að  vera virkur með deildinni og leggja fram eitthvað af kröftum til að að vinna að viðburðum innan  deildarinnar. Markmið félgasins með þessum reglum er að efla hverja Deild og dreifa álagi milli manna innan félagsins. þannig getum við sameinaðir gert B.A að enn öflugra félagi með sjálboðavinnu sem við eflaust getum verið stoltir af um ókomna framtíð.

Formaður  Valdimar G Valdimarsson   sími 8991080   e-mail valdi@ba.is

    Virkir meðlimir deildarinnar

  1. Björgvin Helgi Valdimarsson.  S:  8488450          bjoggih@gmail.com
  2. Sigurjón Örn Vilhjálmsson      S:   8449361             continental@ba.is
  3. Gestur J Ingólfsson                S:   8983307   gesturbondi@gmail.com
  4. Stefán Bjarnhéðinsson           S: 8986397              sbsms@simnet.is
  5. Heimir Guðmundsson              S: 8661874              skuuzi@gmail.com    
  6.      
     

   
Til að skrá sig í deildina þá vinsamlegast sendið  nafn e-mail og síma á valdi@ba.is


Félagsmenn eru hvattir til að skrá sig meðlimi í deildir innan félagsins sem þeir hafa áhuga á að vera í og starfa með, með skráningu í deild fylgir þvi sú kvöð að  vera virkur með deildinni og leggja fram eitthvað af kröftum til að að vinna að viðburðum innan  deildarinnar. Markmið félgasins með þessum reglum er að efla hverja Deild og dreifa álagi milli manna innan félagsins. þannig getum við sameinaðir gert B.A að enn öflugra félagi með sjálboðavinnu sem við eflaust getum verið stoltir af um ókomna framtíð.

Úr reglum BA;

Jeppadeild.
Deildin heldur Torfærukeppnir samkvæmt árlegu keppnisdagatali; skipuleggur ýmiskonar uppákomur svo sem sjáum heim vetrarferðir, jeppaleikni og aðstoðar við öflun sýningatækja á bílasýningu.

 

Formaður. Sævar Páll 8479815



Til að skrá sig í deildina þá vinsamlegast sendið nafn e-mail og síma á binni@ba.is


Félagsmenn eru hvattir til að skrá sig meðlimi í deildir innan félagsins sem þeir hafa áhuga á að vera í og starfa með, með skráningu í deild fylgir þvi sú kvöð að  vera virkur með deildinni og leggja fram eitthvað af kröftum til að að vinna að viðburðum innan  deildarinnar. Markmið félgasins með þessum reglum er að efla hverja Deild og dreifa álagi milli manna innan félagsins. þannig getum við sameinaðir gert B.A að enn öflugra félagi með sjálboðavinnu sem við eflaust getum verið stoltir af um ókomna framtíð.

Úr reglum BA;

Spyrnudeild.

Deildin sér um allar spyrnukeppnir samkvæmt árlegu keppnisdagatali.
Skipuleggur opin æfingarkvöld og aðstoðar við öflun sýningatækja á bílasýningu.

Laga- og aganefnd

Nefndar formaður Berglind Jónasardóttir  e-mail  begga@ba.is

    Virkir meðlimir nefndarinnar
  1. Einar Gunnlaugsson  Sími 6639589  e-mail einarg@ba.is
  2. Garðar Guðmundur Sigurðsson  Sími; 6604885  email  garðar@ba.is


Laga- og aganefnd.
Nefndin er stjórn og deildum innan handa með lagalegar upplýsingar og ráðgjöf og getur tekið þátt í að leysa úr ágreiningi sem upp kann að koma innan félagsins.
Nefndin hefur aðgang að öllum gögnum félagsins sem hún telur nauðsynlegt við úrlausn mála sem hún hefur fengið umboð til að vinna.

Landsvæðanefnd

Nefndarformaður Stefán Bjarnhéðinsson  sími 8986397  sbsms@simnet.is

     Virkir meðlimir nefndarinnar.
  1. Ketill Hólm Freysson Húsvörður              
  2. Jónas Freyr Sigurbjörnsson.                   jonas@ba.is      sími 8659953
  3. Guðmundur Gunnarsson                                                  sími 8625700
  4. Friðrik Högnason                       frikki96@hotmail.com      sími 8628902
  5. Sigurjón Örn Vilhjálmsson              continental@ba.is      simi 8449361
  6. Viktor Máni Hagalín                   viktormani@simnet.is      simi 8430203
  7. Heimir Guðmundsson                Skuuzi@gmail.com          simi 8661874 
 

Til að skrá sig í nefndina þá vinsamlegast sendið e-mail með nafni og síma á sbsms@simnet.is


Ú reglum BA;

Landsvæðanefnd.
Landsvæðanefnd hefur yfirumsjón með  landssvæði BA ásamt félagsheimili og öðrum eignum BA.Nefndin hefur umsjón með og ber ábyrgð á því hverjum er veittur aðgangur að eignum félagsins. Nefndin Ber ábyrgð á að eignir félagsins séu vel hirtar og ávalt til fyrirmyndar. Nefndin skipuleggur og úthlutar tímum og lyklum að landsvæði og í félagsheimili til deilda og annarra sem hafa verkefni á vegum BA með höndum.

X-Racedeild

 Formaður. Vantar formann                 S:xxx.xxxx

 
  Til að skrá sig í deildina þá vinsamlegast sendið nafn e-mail og síma á ba@ba.is


Félagsmenn eru hvattir til að skrá sig meðlimi í deildir innan félagsins sem þeir hafa áhuga á að vera í og starfa með, með skráningu í deild fylgir þvi sú kvöð að  vera virkur með deildinni og leggja fram eitthvað af kröftum til að að vinna að viðburðum innan  deildarinnar. Markmið félgasins með þessum reglum er að efla hverja Deild og dreifa álagi milli manna innan félagsins. þannig getum við sameinaðir gert B.A að enn öflugra félagi með sjálboðavinnu sem við eflaust getum verið stoltir af um ókomna framtíð.

Úr reglum BA;

X-Racedeild.
Deildin sér um allar Rally, Rallycross, auto x, burnout og drift keppnir samkvæmt dagatali og stendur einnig fyrir opnum æfingarkvöldum og aðstoðar við öflun sýningatækja á bílasýningu.

Ungliðadeild

Þessi deild er enn ekki stofnuð þar sem deildin er alveg ný en verður virk vonandi innan tíðar.
Markmið þessarar deildar er að vinna að bíla og mótorsport tengdum viðburðum nýliða ásamt því að kynna byrjendum hvernig umgangast þurfi mótorsport með öryggið í fyrirrúmi.
Þessari deild verður fylgt eftir af reyndum mönnum í félaginu og hvetjum við reynda menn að gefa krafta sína hér líka.

Framtíð mótorsportsins mun verða í höndum núverandi barna og unglinga í náinni framtíð.

þeir sem áhuga hafa á að skrá sig í þessa deild og vera virkir félagar mega endilega láta vita af sér á félagsfundum á mánudagskvöldum kl 20,30 eða senda fyrirspurnir á ba@ba.is

Úr reglum BA;

Ungliðadeild.
Deildin stendur fyrir unglingastarfi innan félagins og kemur á framfæri hugmyndum um námskeið og fræðslu varðandi, bíla, keppnir og keppnishald fyrir ungt og óreynt fólk.

Flestr deildir klúbbsins eru með síður á Facebook:

Fornbíladeildin: https://www.facebook.com/fornbiladeildak/?fref=ts

Spyrnudeild: https://www.facebook.com/groups/594815847229175/?fref=ts

X-race deild: https://www.facebook.com/groups/427493930755278/?fref=ts

Torfærudeildin er mikið inn á torfæruáhugamannasíðunni:  https://www.facebook.com/groups/269155223226292/?fref=ts