Bóka sal

Salurinn er ekki í úleigu frá  1. maí til 1. október.

Hér fyrir neðan er dagatal Bílaklúbbsins, þar sem búið er að merkja  keppnir sem og annan viðburð sem er á vegum klúbbsins og eru þeir dagar fráteknar. Athugið að  Bílaklúbburinn er einnig með ýmsa smærri viðburði sem og fundi því eru ekki endilegar allar dagsetningar utan þess lausar. Dagatalssíðan liggur niðri en verið er að vinna í að laga hana.

Salurinn getur tekið 40 – 50 manns í sæti.  Hægt er að opna salinn út á pall. Og er hjólastólaaðgengi. Salurinn hentar vel fyrir fundi og smærri veislur eins og t.d. skírnarveislur og fermingar. Athugið að ekkert leirtau er á staðnum

Aldurstakmörk eru á leigutaka salarins og skal hann ekki vera undir 30 ára. Og eru engar undantekningar teknar á því.

Leigutaki ber fulla ábyrgð á húsnæðinu og skemmdum sem þar kunna að verða einnig leyfir klúbburinn sér að rukka aukalega ef eitthvað er skemmt eða umgengni slæm. Skrifað er undir þar til gerðan samning þegar salurinn er tekinn á leigu.

Leigan er 60.000 kr með þrifum. En leigutaki þarf að taka allt af borðum svo sem dósir  rusl og þess háttar. Í sumum tilfellum er hægt að fá salinn daginn áður en veisla er. En annars er það ekki fyrr en kl13:00 á leigudag og þarf að skila honum kl. 10:00 daginn eftir.

Ath: Hljóðkerfi fylgir ekki með í leigunni. En hægt er að leigja lítið hljóðkerfi hjá okkur á 10,000 kr.

 

Vinsamlegast hringið í

8495685 vegna bókana.

email: info@ba.is