Um næstu helgi eða 24. ágúst næstkomandi fer fram síðasta keppnin í íslandsmótinu í götuspyrnu. Þetta er einnig minningarmót um fallna félaga. Allur ágóði úr miðasölu rennur í Minningarsjóð Bílaklúbbsins, en sjóður sá hefur verið notaður til að styrkja félagsmenn á erfiðum tímum.
Að jafna fer keppnin fram á aksturíþróttasvæðinu hjá okkur og kostar 1.000kr inn og frítt fyrir 12 ára og yngri.
Dagskrá:
11:00 Mæting keppenda
11:00 Skoðun hefst
12:30 Skoðun lýkur
12:45 Fundur með keppendum
13:00 Tímatökur hefjast
14:30 Tímatökum lýkur
15:00 Keppni hefst
18:00 Keppni lýkur og kærufrestur hefst
Kærufresti lýkur 30mín eftir að keppni lýkur
Verðlaunaafhending á palli við félagsheimili
Myndir: Svenni Har / Mótorsportmyndir