Gullskírteini 2017!

Aðalfundi 2017 lokið
15. apríl, 2019
Fornbílaskoðun 2017
15. apríl, 2019
Show all

Gullskírteini 2017!

Á aðalfundi félagsins sem haldinn var nýlega var samþykkt að taka upp svokölluð Gullmeðlima skírteini. Gull skírteinið verður að sjálfsögðu gyllt að lit og þar af leiðandi talsvert meira virði að vera með slíkan grip í veskinu.

Þessu skírteini fylgja öll sömu fríðindi og þessu venjulega hvíta skírteini auk þess að menn fá frítt kaffi í sjoppunni á viðburðum og frítt á allar æfingar það árið þ.e.a.s. Ljósaæfingar og spólkvöld sem haldin eru.

Einnig veitir Gullkortið mönnum eitthvað aðeins meira sem ekki verður talið upp hér heldur verður það auglýst þegar að því kemur.

Það er nú aldeilis ekki fríkeypis að geta borið fyrir sig Gullkortið en það mun kosta 15.000kr íslenskar og er það vissulega meira hugsað sem styrkur fyrir klúbbinn heldur en eiginleg stækkun á hinu hefðbundna félagsskírteini.

Þeir sem ganga í klúbbinn hér eftir og gerast gullmeðlimir strax fá þá einnig rétt til að sækja um makakort strax á fyrsta ári

Þeir sem hafa áhuga á að gerast Gullmeðlimir og styrkja með því uppbygginguna á svæðinu okkar fara að eftirfarandi leiðbeiningum.

Borga hefðbundin gíróseðil í heimabanka og leggja svo inn 7.500 krónur á reikning bílaklúbbsins sama dag og gíróseðillinn er greiddur og setja Gull í skýringu.

Rkn upplýsingar eru Kennitala: 660280-0149 Banki 0565-26-000580

Comments are closed.