Aðalfundur haldin 22. janúar 2022

Októberfest og uppboð 23. október!
12. október, 2021
Frestun aðalfundar
16. janúar, 2022
Show all

Aðalfundur haldin 22. janúar 2022

Stjórn Ba 2020

Frá vinstri Jóhann, Valdimar, Bjarki, Garðar, Einar, Gretar, Jón Rúnar og Hrefna en á myndina vantar Jón Gunnlaug

Stefnt verður á að halda Aðalfund Bílaklúbbs Akureyrar Laugardaginn 22. Janúar í félagsheimilinu okkar að Hlíðarfjallsvegi 13.
Fundur hefst klukkan 13:00 stundvíslega.
Ef fjöldatakmarkanir verða ennþá með óbreyttu sniði munum við fresta fundinum og auglýsa nýja dagsetningu, eða með sama sniði og í ár í gegnum zoom.
Í ár verða eftir taldar stöður lausar í stjórn og deildarformenn.

Fjögur kosin í stjórn og tvö í varamenn:
1. Formaður stýrir stjórnarfundum sem skulu haldnir mánaðarlega auk félagsfunda eins og þurfa þykir. Stjórnarfundi skal fresta ef mæting er ekki næg, þrjá stjórnarmenn þarf til að fundur sé löglegur.
2. Fjölmiðlafulltrúi. (Sér um samskipti við fjölmiðla. Hann skal skrifa og koma á framfæri málum félagsins svo og greinum um keppnir,
sýningar og félagsstarf ásamt að vera ábyrgur fyrir heimasíðu B.A, www.ba.is.,spjallsíðu B.A Og Facebook síðu B.A)
3. Gjaldkeri sér um fjármál og bókhald. Gjaldkeri sér um innheimtu árgjalda. Gjaldkeri innheimtir einnig aðrar tekjur félagsins. Hann gerir glögga grein fyrir gjöldum og tekjum félagsins og ávaxtar sjóði þess í áreiðanlegum bankastofnunum.
4. Ritari heldur fundargerð á stjórnarfundum. Hann skal í upphafi fundar lesa fundargerð síðasta fundar. Hann sér um bréfaskriftir fyrir félagið eins og stjórn óskar.
5. Varamaður í stjórn.
6. Varamaður í stjórn.

Kosið er árlega um eftirfarandi:
1. Jeppadeildarfomaður.

Deildin heldur Torfærukeppnir samkvæmt árlegu keppnisdagatali; skipuleggur ýmiskonar uppákomur svo sem sjáum heim vetrarferðir,
jeppaleikni og aðstoðar við öflun sýningatækja á bílasýningu.

2. Spyrnudeildarformaður.

Deildin sér um allar spyrnukeppnir samkvæmt árlegu keppnisdagatali.
Skipuleggur opin æfingarkvöld og aðstoðar við öflun sýningatækja á bílasýningu.

3. Fornbíladeildarformaður.

Deildin sér um stjórnun og framkvæmd bílasýningarinnar 17 júni ár hvert. Deildin skal vera virk í að kynna fornbíla- og bílamenningu fyrir almenningi og hafa umsjón með uppgerð og varðveislu fornbíls í eigu BA.

4. X-Race Deildarformaður.

Deildin sér um allar Rally, Rallycross, auto x, burnout og drift keppnir samkvæmt dagatali og stendur einnig fyrir opnum æfingarkvöldum og
aðstoðar við öflun sýningatækja á bílasýningu.

5. Ungliðadeildarformaður.

Deildin stendur fyrir unglingastarfi innan félagsins og kemur á framfæri hugmyndum um námskeið og fræðslu varðandi, bíla, keppnir og keppnishald fyrir ungt og óreynt fólk.

6. RC deildarformaður.


Deildin sér um allslags hluti tengda RC bílum (Radio controlled cars) eða Fjarstýrðir bílar.

7. Landsvæðanefnd.

Landsvæðanefnd hefur yfirumsjón með  landssvæði BA ásamt félagsheimili og öðrum eignum BA. Nefndin hefur umsjón með og ber ábyrgð á því hverjum er veittur aðgangur að eignum félagsins. Nefndin ber ábyrgð á að eignir félagsins séu vel hirtar og ávalt til fyrirmyndar.
Nefndin skipuleggur og úthlutar tímum og lyklum að landsvæði og í félagsheimili til deilda og annarra sem hafa verkefni á vegum BA með höndum.

8. Laga- og aganefnd. 

Nefndin er stjórn og deildum innan handa með lagalegar upplýsingar og ráðgjöf og getur tekið þátt í að leysa úr ágreiningi sem upp kann að koma innan félagsins.
Nefndin hefur aðgang að öllum gögnum félagsins sem hún telur nauðsynlegt við úrlausn mála sem hún hefur fengið umboð til að vinna.

Dagskrá fundar verður auglýst tveim vikum fyrir aðalfund.

Hafir þú áhuga á að sitja í stjórn BA, eða ert með tillögur um lagabreytingar þarf það að berast viku fyrir aðalfund eða
í síðasta lagi kl: 12:59 þann 15. janúar 2021 á ba@ba.is

Comments are closed.