Um síðustu helgi eða 17. ágúst síðastliðin var haldin síðasta umferðin í íslandsmótinu í torfæru, Greifatorfæran.
17 keppendur voru skráðir til leiks í tveimur flokkum og var spennan í hámarki alla keppnina í svölu og jafnvel röku veðri. Áhorfendur létu það ekki á sig fá og mættu vel klæddir til að fylgja sínum mönnum til sigurs. Eftir harða baráttu allan daginn endaði Þór Þormar Pálsson sem Íslandsmeistari, en það munaði bara fjórum stigum á þeim fyrir keppnina. Eins var svakaleg barátta í Götubílaflokki en þar börðust þeir Óskar Guðmundsson og Steingrímur Bjarnason og endaði Steingrímur Bjarnason sem íslandsmeistari! Úrlsitin voru eftirfarandi:
Við þökkum Verkfærasölunni og AB varahlutum kærlega fyrir verðlaunin sem þeir gáfu.
Myndir: Svenni Har / Mótorsport Myndir