Tilkynning frá Dómnefnd Greifatorfærunnar sem fram fór þann 17.08.2019 á akstursíþróttasvæði B.A
Ein kæra barst Dómnefnd á staðnum og var hún afgreidd af dómnefnd á staðnum og birt kl 18.13 sama dag.
Samkvæmt grein 16.4 í keppnisreglum um torfæru þá er það réttur kæranda að áfrýja niðurstöðu dómnefndar eins og hér kemur fram í reglum um torfærukeppnir:
16.4. Áfrýjarnir skulu vera skrifaðar á Íslensku og afhentar formanni dómnefndar.
Ákveði keppandi að áfrýja úrskurði dómnefndar skal það gert á þá leið samkvæmt torfærureglum að afhenda formanni dómnefndar áfrýjun innan 5 virkra daga frá úrskurði dómnefndar sem kemur henni þar af leiðandi til áfrýunardómstóls AKÍS innan tilskilins frests:
Úr reglum um áfrýjunardómstól:
7. Frestir 7.1. Mál skulu berast áfrýjunardómstóli AKÍS innan fimm virkra daga frá því að úrskurður dómnefndar er birtur.
Engin áfrýjun barst formanni dómnefndar vegna niðurstöðu dómnefndar innan þess tímafrests sem reglur og lög AKÍS kveða á um svo dómnefnd lýkur þar með störfum vegna viðkomandi keppni og áður birt úrslit eru staðfest óbreytt.
Akureyri 24.08.2019. kl. 00.01 Formaður dómnefndar Einar Gunnlaugsson