Oktoberfest 22. OKT uppboð og grill.

Þessi mætir
3. september, 2022
Upprifjun frá Bikarmótinu 13. ágúst.
3. október, 2022
Show all

Oktoberfest 22. OKT uppboð og grill.

Hið árlega Oktoberfest Bílaklúbbs Akureyrar verður haldið í félagsheimilinu okkar 22. Okt!
Kveikt verður í grillinu klukkan 18:00 og húsið opnað um leið. Borðhald og annar gleðskapur hefst klukkan 19:00
Dagskrá kvöldsins verður eftirfarandi:

18:00 Húsið opnar og grillið hitnar
19:00 Grillið skilar árangri og fólk slakar í sig.
20:00 Uppboð hefst á varningi.
22:00 Einar Gunnlágsen sperðlaslafrar tvær hnaus þykkar.
23:00 og frameftir nóttu syngur Bobbarinn fyrir okkur smelli eftir Írafár.

Reglur í uppboði.
Félagsmönnum er frjálst að koma með allan þann varning sem þeim dettur í hug og bjóða upp, klúbburinn tekur 20%.
Einnig er fólki frjálst að gefa klúbbnum allan ágóða. 20% sem hljótast af uppboðinu renna í minningarsjóð klúbbsins.
Borgað með posa eða pening á staðnum.

Sjáumst hress og kát!

Comments are closed.