Ný vefsíða Bílaklúbbsins í loftið

Gullkort
16. apríl, 2019
B. Jensen afmælisspyrna 25. maí n.k.
5. maí, 2019
Show all

Ný vefsíða Bílaklúbbsins í loftið

Ný vefsíða Bílaklúbbsins

Ný vefsíða Bílaklúbbsins

Heil og sæl öll

Nú er ný vefsíða Bílaklúbbsins komin í loftið.  Hún er ennþá aðeins á byrjunarstigi en mikið af efni gömlu vefsíðunnar er samt nú þegar komið inn á hana.

Gera má ráð fyrir að það taki einhvern smá tíma fyrir ritstjórn síðunnar að læra á hana og að færa eitthvað af eldra efni, myndum og öðru inn á síðuna.
Meginástæðan fyrir þessari nýju síðu er að minnka kostnað, gera hana nútímalegri (sérstaklega fyrir síma) og auðvelda okkur að færa efni inn á hana.  Tölvupóstur BA var líka færður í leiðinni yfir til sama hýsingaraðila (1984.is).

Við viljum þakka sérstaklega honum Einari Þór Valdimarssyni hjá Vefmynd.net, hann er í Bílaklúbbnum og keyrði þetta verkefni áfram þar sem hýsingar-, tækni- og vefþekking hans kom sannarlega vel að notum.

Comments are closed.