Námskeiðahald AKÍS 2022

RC fundur
25. febrúar, 2022
Bílaklúbbur Akureyrar kynnir samstarf við Flügger
29. mars, 2022
Show all

Námskeiðahald AKÍS 2022

Nú fer að líða að nýtt keppnistímabil hefjist aftur.

Þann 1 febrúar síðastliðinn á stjórnarfundi var samþykkt ný
námskrá varðandi námskeiðahald í Akstursíþróttum. 

Haldin verða árleg námskeið
Það eru komnar dagsetningar á nokkur námskeið.

* _Keppnisstjórar fimmtudaginn 7 apríl kl 20:00_
* _Dómnefndar námskeið laugardaginn 23 apríl og mánudaginn 25
apríl (tveggja daga námskeið)_
* _Öryggisfulltrúa námskeið (dagsetning ekki komin á hreint)_
* _Kynningarfundur fyrir keppendur miðvikudaginn 4 maí_
* _Mótakerfi ( dagsetning ekki komin á hreint) _
* _Skoðunarmanna námskeið ( dagsetning ekki komin á hreint)

Stefnan er að halda sem flestu námskeið í fjarfundi svo sem flestir
geta tekið þátt hvar sem þeir eru staðsettir á landinu.

Við munum auglýsa þessi námskeið á heimasíðu og facebook. Þar
sem hægt er að nálgast skráningarform.

Við hvetjum ykkar aðildarfélaga að taka þátt, námskeiðin eru
opin fyrir alla sem hafa áhuga á að auka þekkingu og starfa við
akstursíþróttir.

Þeir sem að sátu námskeiðin í fyrra þurfa ekki að sitja þau í ár.

Námskrá
Akstursíþróttasamband Íslands
GREIN 1 ALMENNT
1.1 Þessi námskrá inniheldur þær menntunarkröfur sem gerðar eru til einstaklinga sem starfa við akstursíþróttir á Íslandi.
1.2 Námskráin nær ekki yfir möguleg sértæk hæfisskilyrði sem einstaka greinar kunna að setja á starfsfólk í greinareglum.
1.3 Til að auka þekkingu og færni er einstaklingum heimilt, og þeir hvattir til, að sitja námskeið í hvert sinn sem það er
haldið, þó þeir hafi þá þegar gild réttindi til tiltekins embættis.
1.4 Stjórn AKÍS ber ábyrgð á efni og framkvæmd námskeiða en er heimilt að fela einstaklingum eða hópum gerð námsefnis
og kennslu.
GREIN 2 KRÖFUR
2.1 Einstaklingur sem hyggst sinna einhverju eftirtalinna embætta við akstursíþróttaviðburð á Íslandi skal að hafa setið
námskeið á vegum Akstursíþróttasambands Íslands, eða sambærilegt námskeið á vegum FIA fyrir tiltekið embætti:
2.1.a Formaður dómnefndar í keppni til Íslandsmeistaratitils;
2.1.b Keppnisstjóri í keppni til Íslandsmeistaratitils;
2.1.c Öryggisfulltrúi á akstursíþróttaviðburði.
GREIN 3 RÉTTINDI
3.1 Seta á viðeigandi námskeiði veitir réttindi til að sinna viðkomandi embætti í allt að 5 ár frá lokum námskeiðs.
3.1.a Gildistími réttinda kann að verða styttur ef verulegar eða mikilvægar breytingar verða á reglum að mati stjórnar AKÍS.
3.1.b Sinni einstaklingur ekki viðkomandi embætti í að minnsta kosti einni keppni á tveimur samfelldum keppnistímabilum
fellur þessi réttur niður og þarf hann þá að sitja námskeið að nýju til að öðlast fyrri réttindi.
3.1.c Gerð er krafa um að formenn dómnefnda í keppnum til Íslandsmeistara sitji ár hvert námskeið um störf dómnefnda.
GREIN 4 NÁMSKEIÐ
4.1 Námskeið sem þessi námskrá gerir kröfu um setu á skulu vera haldin hið minnsta árlega á Íslandi.
4.2 AKÍS er heimilt að halda námskeið samkvæmt námskrá hvort heldur sem er í fjarfundi eða ekki.

 

Comments are closed.