Lesist til enda.

Forsala armbanda á Bíladaga 2021
1. júní, 2021
Úrslit úr annari umferð í Drifti, Bíladagar 2021
21. júní, 2021
Show all

Lesist til enda.

Aðgangur á Bíladaga 2021, áríðandi tilkynning. Vinsamlegast lesið alla auglýsinguna og deilið sem víðast svo sem allra flestir fá þessar upplýsingar.

Þar sem fjöldatakmarkinir verða 300 manns í hólfi yfir Bíladaga þá biðjum við gesti að hafa fullan skilning á að framkvæmd Bíladaga verður ekki auðveld og það mun krefjast þess að við hjálpumst öll að við að gera Bíladaga eins góða og mögulegt er miðað við aðstæður.
Armbönd og handhafar félagsskírteina munu hafa forgang og óvíst er um að hægt verði að selja inn á staka viðburði en við vonumst til þess að það verði samt hægt að einhverju leyti.

Það verður uppfærð auglýsing á F.B bílaklúbbssins þegar hver viðburður er að hefjast þess efnis hvort miðasala verði möguleg á viðkomandi viðburð, svo endilega fylgist vel með á F.B bílaklúbbssins.

Aðgangseyrir verður kr 1.000 fyrir handhafa félagsskírteina, gullkortshafar fá frítt inn. Vegna fjöldatakmarkana þá biðjum við félagsmenn að sýna því fullan skilning að greiða þetta gjald til félagsins þetta árið vegna aðstæðna.

Tjaldsvæði Bílaklúbbssins verður opið frá Miðvikudegi 16. Júní til Sunnudags 20. Júní en skilyrði til þess að dvelja þar er að vera með armband á Bíladaga eða handhafi félagsskírteinis BA 2021. Verð á mann á tjaldsvæði er kr 7.000 yfir þá daga sem Bíladagar standa.

Spólsvæðið verður reynt að opna kl 23.00 á kvöldin og verður opið til kl 03.00 Fimmtudags, Föstudags og laugardagskvöld. Gestir sem koma þangað eru beðnir um að ganga vel um svæðið og reyna eftir bestu getu að halda til í eða við bíla sína til þess að ekki komi til þess að of mikill fjöldi safnist saman á einum stað og verði til þess að loka þurfi svæðinu, við viljum öll að þetta gangi vel og fari fram samkvæmt settum reglum og við Bílaklúbburinn treystum ykkur öllum vel til þess að hjálpa okkur að gera flotta Bíladaga.

Bílasýningin í Boganum. Við munum hleypa gestum inn um aðalinnganginn og út annarsstaðar, þar gilda sömu reglur um hámark inni í einu eru 300 manns og biðjum við gesti að virða 1. metra regluna og staldra ekki við á sýningunni lengur en þörf krefur til þess að sem flestir komist að og fái að njóta þess að bera öll þau stórglæsilegu ökutæki augum sem verða til sýnis á milli 10.00 til kl 18.00 þann 17.Júni.

Kær kveðja. Bílaklúbbur Akureyrar.

Comments are closed.