Forsala armbanda á Bíladaga 2021

B. Jensen Götuspyrnan
29. maí, 2021
Lesist til enda.
14. júní, 2021
Show all

Forsala armbanda á Bíladaga 2021

 

Forsala á armböndum fyrir Bíladaga 2021 hefst miðvikudaginn 2 júní 2021 og fer hún fram í félagsheimili BA á virkum dögum á milli 14 og 16.00 eða í síma 6241149 Ef það reynist erfitt að ná inn eða það er á tali, þá er hægt að skilja eftir skilaboð eða senda sms og það verður haft samband eins fljótt og hægt er.

Þetta mun fara fram þannig að þegar er hringt og  pantað armband þá er greitt með símgreiðslu, og síðan eru armbandið sett í umslag og merkt viðkomanda og geymt fram að Bíladögum. Ef greiðandi vill fá armbandið sitt sent heim þá er það sent sem rekjanlegt bréf á kostnað viðkomanda. Og svo er alltaf velkomið að koma og sækja það í húsnæði Bílaklúbbsins á milli 10 og 16 virka daga.

Takmarkað magn verður selt að svo stöddu í samræmi við gildandi sóttvarnir og fjöldatakmarkanir. Ef fram horfir að frekari tilslakanir verði á fjölda áhorfenda þá munu bíladagar fara fram á settum dögum en Bílaklúbbur Akureyrar áskilur sér rétt til þess að hugsanlega fresta viðburðunum um einhverjar vikur ef svo fer að tilslakanir ganga ekki eftir.

Verð armbanda sem gildir inn á alla viðburði er kr 12.000 og ef kemur til þess að Bíladögum verði frestað þá mun armbandið að sjálfsögðu gilda þegar þeir verða haldnir.

Armbönd verða ekki endurgreidd ef kemur til frestunar á Bíladögum 2021.
Handhafar félagsskírteina BA þurfa ekki að kaupa armbönd en hugsanlegt er að BA þurfi að grípa til þess ráðs eins og gert var síðasta sumar að félagsmenn greiði hálft gjald á staka viðburði, það verður útfært og auglýst þegar nær dregur. Handhafar Gullskírteina munu fá frítt inn á alla viðburði sama hver útfæslan verður að öðru leyti með aðgangseyri á bíladaga.

Munum að Aka varlega og ganga vel um Akureyri og landið okkar, það er okkar allra hagur að bíladagar haldi áfram þeirri jákvæðu ímynd sem skapast hefur á liðnum árum.

Mbk.
Stjórn B.A

Comments are closed.