Greifatorfæran 2.ágúst 2020

Úrslit úr Blikk og tækni torfærunni.
20. júlí, 2020
Covid-19
30. júlí, 2020
Show all

Greifatorfæran 2.ágúst 2020

Þriðja umferð Íslandsmótsins í torfæru 2020 verður haldin þann 2. ágúst næstkomandi á svæði Bílaklúbbs Akureyrar.

Keppni hefst kl.11:00 og fyrir hádegi verða keyrðar tvær brautir og seinni fjórar eftir matarhlé.

Aðgangseyrir er 2.000 kr. fyrir gesti og gangandi, 1.000kr. fyrir félagsmenn BA en frítt fyrir gullkortshafa og börn yngri en 12 ára.

Dagskrá
11:00 Keppni hefst
Matarhlé í 30 mínútur
Keppni hefst á ný
16:30 Áætluð keppnislok
16:40 Kærufrestur hefst
17:10 Kærufresti lýkur

Vinsamlega virðið sóttvarnarreglur og þær hólfaskiptingar sem eru á svæðinu. Höldum fjarlægð og veikir vinsamlega verið heima. Fylgið fyrirmælum starfsfólks á svæðinu, sýnum skynsemi og virðum hvert annað. Áhorfendur hafa ekki aðgang að pittsvæði ökumanna, hvorki fyrir keppni né eftir hana. Vonum að þið sýnið þessu skilning og að við hjálpumst öll að við að láta keppnina ganga upp og njóta dagsins. Bestu þakkir, Starfsfólk Bílaklúbbs Akureyrar 🙂

Comments are closed.