Dagskrá Aðalfundar 21. janúar 2023 kl.13:00

Aðalfundur 2023
15. desember, 2022
Félagsskírteini 2023
4. febrúar, 2023
Show all

Dagskrá Aðalfundar 21. janúar 2023 kl.13:00

Dagskrá fundar:

1. Formaður setur fundinn og boðar kosningu fundarstjóra
og ritara fundarins.

2. Fundarstjóri kannar lögmæti fundarins og kynnir dagskrá
hans.

3. Formaður flytur skýrslu stjórnar.

4. Deildarformenn flytja skýrslu sinnar deildar. Jeppadeildin,
auto-x deildin, spyrnudeildin, fornbíla deildin og  rc deildin.

5. Umræða um skýrslu stjórnar/deilda.

6. Lagabreytingar  lagðar fram. Afgreiddar með
skriflegri kosningu.

Lög taka strax gildi hafi 2/3 hluti mættra fundarmanna
samþykkt.

7. Kosning stjórnar sbr. gr. 5. Skrifleg kosning ef þess þarf
og tilkynnt eftir kaffihlé.

8. Kaffihlé.

9. Kosning skoðunarmanna reikninga sbr. gr. 5. Kosning,
handaupprétting.

10. Kosning formanns Laga og aganefndar.
handaupprétting.

11. Ákvörðun um gjald félagsskirteina BA.

12. Önnur mál.

Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað og mæting kjörgengra félagsmanna sé lágmark 15 manns auk allra 9 stjórnarmanna.

 

Minnum á að eftirtaldar stöður eru lausar í stjórn:
1. Varaformaður en hann er staðgengill formanns, og tengiliður deildar/nefndarformanna við stjórn.

2. Gjaldkeri sér um fjármál og bókhald. Gjaldkeri sér um innheimtu árgjalda. Gjaldkeri innheimtir einnig aðrar tekjur félagsins. Hann gerir glögga grein fyrir gjöldum og tekjum félagsins og ávaxtar sjóði þess í áreiðanlegum bankastofnunum.

4. Meðstjórnanda.

5. Varamaður.
Vakin er athygli á 5.gr laga 3.Stjórn er heimilt að skipta með sér verkum.

Skila þarf inn framboðum á ba@ba.is í síðasta lagi 14. janúar kl. 12:59

 

Kv. Stjórnin

Comments are closed.