Í dag fór fram okkar árlegi aðalfundur í félagsheimilinu okkar við Hlíðarfjallsveg.
Fjölmargir mættu til fundarinns og fór hann fram með besta móti. Það sem helst var farið yfir var það helsta sem að fór fram á síðasta ári ásamt ásamt því hvernig staðan er á svæðinu og hvernig framgangur er í okkar málum peningalega séð og öðru sem við kemur uppbyggingu svæðisins.
Ekki urðu miklar mannabreytingar í stjórn félagssins þetta árið enn einu breytingarnar sem urðu eru þær að Kristján Valbergsson lét af embætti og þökkum við honum fyrir unnin störf enn inn kom sem varamaður í hans stað Höskuldur Freyr Aðalsteinsson enn hann tók einnig við formennsku í Spyrnudeild af Jóhanni Tryggva Unnsteinssyni sem hefur staðið sína vakt með pompi og prakt og þökkum við honum fyrir vel unni störf.
Stjórn félagsins er þá eftirfarandi
Formaður. Einar Þór Gunnlaugsson
Varaformaður. Jón Rúnar Rafnsson
Gjaldkeri. Garðar Þór Garðarsson
Ritari. Jónas Freyr Sigurbjörnsson
Fjölmiðlafulltrúi. Hrefna Björg Björndóttir
Aukamaður stjórnar. Gretar Óli Ingþórsson
Aukamaður stjórnar. Ólafur Finnur Jóhannsson
Varamaður. Jón Gunnlaugur Stefánsson
Varamaður. Höskuldur Freyr Aðalsteinsson
Formenn deilda
Fornbíladeild. Jón Rúnar Rafnsson
Jeppadeild. Valdimar Geir Valdimarsson
Spyrnudeild. Höskuldur Freyr Aðalsteinsson
X-race deild. Kristófer Daníelsson
Stjórn BA þakkar fyrir góðan fund og flotta mætingu.