Hið árlega Oktoberfest Bílaklúbbs Akureyrar verður haldið í félagsheimilinu okkar 22. Okt!
Kveikt verður í grillinu klukkan 18:00 og húsið opnað um leið. Borðhald og annar gleðskapur hefst klukkan 19:00
Dagskrá kvöldsins verður eftirfarandi:
18:00 Húsið opnar og grillið hitnar
19:00 Grillið skilar árangri og fólk slakar í sig.
20:00 Uppboð hefst á varningi.
22:00 Einar Gunnlágsen sperðlaslafrar tvær hnaus þykkar.
23:00 og frameftir nóttu syngur Bobbarinn fyrir okkur smelli eftir Írafár.
Reglur í uppboði.
Félagsmönnum er frjálst að koma með allan þann varning sem þeim dettur í hug og bjóða upp, klúbburinn tekur 20%.
Einnig er fólki frjálst að gefa klúbbnum allan ágóða. 20% sem hljótast af uppboðinu renna í minningarsjóð klúbbsins.
Borgað með posa eða pening á staðnum.
Sjáumst hress og kát!