Á morgun laugardaginn 18. júlí fer fram Blikk og tækni torfæran í gryfjum okkar að Hlíðarfjallsvegi 13. Eins og áður hefur komið fram erum við að upplifa tíma Covid 19 og hefur að haft ýmis áhrif á daglegt líf og einnig keppnishald í Íslensku mótorsporti. Á morgun þarf fólk ekki að hafa áhyggjur af því að komast ekki inn til að horfa á. Það verða næg 500 manna hólf og allt sem þeim á að tilheyra, þannig að enginn ætti að þurfa frá að hverfa.
Eins og áður hefur komið fram hefst keppnin hjá okkur klukkan 11:00 og mund hún standa yfir fram eftir degi.
Hér má sjá dagskrá:
11:00 – Keppni hefst 2 brautir keyrðar.
12:00 – Matarhlé í 30 mínútur.
12:30 – Keppni hefst á ný og keyrðar eru 4 brautir.
16:30 – Keppnislok
Vinsamlega virðið sóttvarnarreglur og þær hólfaskiptingar sem eru á svæðinu. Höldum fjarlægð og veikir vinsamlega verið heima. Fylgið fyrirmælum starfsfólks á svæðinu, sýnum skynsemi og virðum hvert annað. Áhorfendur hafa ekki aðgang að pittsvæði ökumanna, hvorki fyrir keppni né eftir hana. Vonum að þið sýnið þessu skilning og að við hjálpumst öll að við að láta keppnina ganga upp og njóta dagsins. Bestu þakkir, Starfsfólk Bílaklúbbs Akureyrar 🙂