Tilkynning frá stjórn BA

Gullkort
16. febrúar, 2020
Almennur vöfflufundur verður haldinn á nýjan leik í kvöld!
11. maí, 2020
Show all

Tilkynning frá stjórn BA

Tilkynning frá Stjórn Bílaklúbbs Akureyrar.
Vegna þeirra aðstæðna og fjöldatakmarkana sem settar eru vegna covid 19 þá reynist Bílaklubb Akureyrar afar erfitt að taka ákvarðanir hvernig halda eigi keppnir sumarssins og hina árlegu hátíðar bílasýningu félagssins þann 17. Júní n.k. sem fjáröflun undir þessum aðstæðum.
Kæru félagsmenn þá er það einlæg ósk okkar í stjórn BA að þið sýnið því skilning að afar erfitt mun reynast félaginu að láta reglur félagsins gilda óbreyttar þetta árið með það að félagsmenn fái frítt inn á alla viðburði og keppnir félagssins.
Það er stór og erfið ákvörðun að taka núna að leggja til að við sýnum því skilning og sættum okkur öll við að þurfa að greiða eitthvað hóflegt gjald inn á alla viðburði þetta árið og mun stjórn félagssins ekki verða þar undanskilin með að greiða aðgangseyri, við munum öll taka þátt í því að spila sem best úr aðstæðum vegna þeirra fjöldatatakarkana sem á eru og stilla gjaldi inn á viðburði í hálft gjald til félagsmanna á við aðra í sumar.
Takmarkanir sem verða til 20. Júní eru 200 manns og gefur það auga leið að bílasýningin myndi litlu skila ef félagsmenn fjölmenna sem væntanlegt er og allir færu frítt inn, úr því yrði lítil fjáröflun.
Við erum samt þeirrar skoðunar að þið munið öll sem eitt sína því skilning að þetta árið munu félagsmenn greiða hálft gjald inn á alla viðburði og vonumst við til þess eins og allir landsmenn að takmarkanir verði auknar til muna eftir 20 Júní svo ekki komi til þess að þurfi að vísa fólki frá þegar við höldum t.d Bíladaga um verslunarmannahelgi.
Verði takmarkanir það rúmar síðar í sumar að við sjáum að flestir komist fyrir þá mun félagið að sjálfsögðu fara aftur í sömu kjör og voru en því er því miður ekki að treysta eins og staðan er á þessum tímapunkti.
Félagið stendur í framkvæmdum sem lengi er búið að bíða eftir að geti orðið að veruleika og er það ákvörðun stjórnar þar sem félagið er sterkt og öflugt með ykkar samstöðu undanfarin ár að nú í sumar opnum við nýja spyrnubraut sem mörgum þykir hálfgert kraftaverk að skuli geta orðið að veruleika undir þeim kringumstæðum sem eru í samfélaginu, en með ykkar áralöngu tryggð og óbilandi áhuga þá höfum við stjórn BA fulla trú á að við getum gert þetta sumar glæsilegt þó svo við verðum að sætta okkur við að greiða aðgang að keppnum og Bíladögum þetta árið.
Frekari útlistun á gjaldi til félagsmanna mun koma þegar nær dregur viðburðum.
Ákvörðun um sölu armbanda á bíladaga verður tekin þegar við sjáum hverjar fjöldatakmarkanir verða á slíka viðburði og vonumst við eftir skýrum ákvörðunum um og eftir 20. Júní með það frá sóttvarnarteyminu sem stýrir þessu af mikilli ábyrgð.
A.t.h Þeir félagsmenn sem nú þegar hafa greitt gull aðild að félaginu munu þó verða undanþegnir því að greiða aðgangseyri þar sem slík aðild kostar tvöfalt félagsgjald.
Bestu kveður
Stjórn Bílaklúbbs Akureyrar

Comments are closed.