Nýjar reglur um öryggisbúr tóku gildi í nóvember 2019 þegar
viðauki J, kafli 253.8 var gefinn út í íslenskri þýðingu.
Aðgerðaáætlun
Innleiðing reglnanna verður með þeim hætti að þær taka þegar
gildi í heild sinni fyrir öll ný öryggisbúr og búr sem breytt er
eftir nóvember 2019. Öryggisbúr sem skoðuð hafa verið af
skoðunarmönnum AKÍS fyrir nóvember 2019 og eru með skráð AKÍS
númer verður að láta skoða að nýju og ræðst samþykkt þeirra
fyrir keppnistímabilið 2020 af niðurstöðu þeirrar skoðunar.
Allar keppnisbifreiðar sem eru með öryggisbúr verða skoðaðar og
fá útgefið skoðunarskírteini, bæði fyrir bifreiðina og
öryggisbúrið (gerðarvottun AKÍS).
Bifreiðar sem hafa FIA gerðarvottun dagsetta fyrir árið 2006 halda
henni, svo fremi þær standist þá vottun.
Standist öryggisbúr ekki allar kröfur sem settar eru fram í nýju
reglunum er heimilt að veita undanþágu til keppni vegna eftirfarandi
atriða fyrir keppnistímabilið 2020:
Kross í aðalboga – frestur til 1. maí 2021
Kross í topp – frestur til 1. maí 2021
Áfellur – frestur til 1. maí 2021
Slík undanþága er háð því að eigandi keppnistækisins undirriti
yfirlýsingu þess efnis að honum hafi verið gerð grein fyrir veittum
frávikum frá reglum um öryggisbúr og að hann geri sér grein fyrir
þeirri áhættu sem notkun öryggisbúrsins kann að fela í sér,
umfram það sem væri ef allar reglur væru uppfylltar.
Skoðunardagar öryggisbúra
AKÍS heldur skoðunardaga fyrir öryggisbúr keppnistækja sem eigendur
þeirra geta skráð sig á. Tímasetning og staðsetning er sem hér
segir en verður einnig auglýst á vefsíðu www.akis.is [1].
Dagsetning Tími Dagur Staðsetning
30. janúar 2020 19:30 Fimmtudagur Klettur, Klettagörðum 8-10
22. febrúar 2020 10:00 Laugardagur Klettur, Klettagörðum 8-10
28. mars 2020 10:00 Laugardagur Akureyri, staður tilkynntur síðar
18. apríl 2020 10:00 Laugardagur Klettur, Klettagörðum 8-10
9. maí 2020 10:00 Laugardagur Klettur, Klettagörðum 8-10