Lausar stöður innan stjórnar BA og dagskrá aðalfundar 27. jan 2024

Aðalfundur Bílaklúbbsins 27. janúar 2024
14. desember, 2023
Ný stjórn 2024
28. janúar, 2024
Show all

Lausar stöður innan stjórnar BA og dagskrá aðalfundar 27. jan 2024

Lausar stöður innan stjórnar. 

Til að geta gefið kost á sér í stjórn þarf viðkomandi að vera búin að greiða í félagið a.m.k. sl. 3 ár einning að hafa tekið þátt í keppnishaldi, mætt á félagsfundi eða tekið þátt í starfi klúbbins á einhvernhátt.

Ritari til 2ja ára. Ritari heldur fundargerð á stjórnarfundum. Hann skal í upphafi fundar lesa fundargerð síðasta fundar. Hann sér um bréfaskriftir fyrir félagið eins og stjórn óskar.

Fjölmiðlafulltrúa til tveggja ára.

Meðstjórnandi til tveggja ára.

Meðstjórnandi í eitt ár.

Varamaður til tveggja ára.

Varamaður í eitt ár.

Vakin er athygli á 5.gr laga 3. Stjórn er heimilt að skipta með sér verkum.

 Til að geta gefið kost á sér í stjórn þarf viðkomandi að vera búin að greiða í félagið a.m.k. sl. 3 ár einning að hafa tekið þátt í keppnishaldi, mætt á félagsfundi eða tekið þátt í starfi klúbbins á einhvernhátt.

Hafir þú áhuga á að sitja í stjórn BA eða vera formaður deilda þá þarf að tilgreina nafn, kennitölu og ef þú sækist um einhverja sérstaka stöðu í stjórn , og/eða ert með tillögur um lagabreytingar þarf það að berast viku fyrir aðalfund eða
í síðasta lagi kl: 12:59 þann 20. janúar 2024 á ba@ba.is

 

Dagskrá aðalfundar 27. maí 2024

1. Formaður setur fundinn og boðar kosningu fundarstjóra
og ritara fundarins.

2. Fundarstjóri kannar lögmæti fundarins og kynnir dagskrá
hans.

3. Formaður flytur skýrslu stjórnar.

4. Deildarformenn flytja skýrslu sinnar deildar. Jeppadeildin,
auto-x deildin, spyrnudeildin, fornbíla deildin og  rc deildin.

5. Umræða um skýrslu stjórnar/deilda.

6. Lagabreytingar  lagðar fram. Afgreiddar með
skriflegri kosningu.

Lög taka strax gildi hafi 2/3 hluti mættra fundarmanna
samþykkt.

7. Kosning stjórnar sbr. gr. 5. Skrifleg kosning ef þess þarf
og tilkynnt eftir kaffihlé.

8. Kaffihlé.

9. Kosning skoðunarmanna reikninga sbr. gr. 5. Kosning,
handaupprétting.

10. Kosning formanns Laga og aganefndar.
handaupprétting.

11. Ákvörðun um gjald félagsskirteina BA.

12. Önnur mál.

Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað og mæting kjörgengra félagsmanna sé lágmark 15 manns auk allra 9 stjórnarmanna.

 

Comments are closed.