Iron Maiden seld

Íþróttamaður ársins 2017
15. apríl, 2019
Show all

Iron Maiden seld

Iron Maiden er á leiðinni til Akureyrar.

Í samtali við nýja eigandann, Fjölni Guðmannson, segir hann að langur aðdragandi hafi verið að kaupunum, og hafi hann ákveðið að gefa sér bílinn í afmælis/útskriftargjöf.

Hann ætlar að byrja á nokkrum keppnum í sumar, og æfa sig vel, en taka svo vel á því 2018.

En ætlar hann að breyta bílnum eitthvað?

– Nei, í sumar verður það bara viðhald og læra inn á bílinn, en síðan verður spáð og spekúlerað næsta vetur og einhverju kannski breytt.

Geturðu sagt mér eitthvað um bílinn?

-Helgi Sciöth Ómar Friðriks og fleiri smíðuðu bilinn 1997, svo keypti Leó hann i félagi við Magnús Kristjánsson að ég held 2006. Leó hefur mætt í eina og eina keppni siðan 2011 en keppti reglulega fyrir það og náði einhverjum sætum 2009-2011.

Í honum er 540 big block með dominator blöndungi, TH350 skipting, Ljónsstaða millikassi, loftpúðafjöðrun að aftan og 2,5″ fox demparar að framan. DANA 60 framhásing og 14 bolta GM að aftan.

Við þökkum Fjölni Guðmannsyni fyrir spjallið og óskum honum velfarnaðar á nýja tækinu.

Comments are closed.