Frestun þar til um Versló

Tilkynning frá Stjórn Bílaklúbbs Akureyrar.
7. júní, 2020
Bílasýning 17. júní 2020
14. júní, 2020
Show all

Frestun þar til um Versló

Af gefnu tilefni þá viljum við ítreka að Bíladagar 2020 sem halda átti 17-20 juní þeir FRESTAST þar til um verslunarmannahelgina 1, júlí til 2 ágúst 2020. Bílaklúbburinn verður í samstarfi með viðburðastofu og einni með öllu. Flott dagskrá sem við erum búin að tvinna saman og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Getið fundið dagskránna undir einmedollu.is
Við verðum því miður ekki með tjaldsvæðið í ár, við höfum bara ekki tök á því miðað við reglurnar sem þríeykið er búið að gefa út. En nóg er af gistiheimilum í bænum og eins eru flott tjaldsvæði.

En svona verður okkar mini bíladagar.
31. júlí Föstudagur Sandspyrna
01. ágúst Laugardagur Götuspyrna / 1/8 míla og nýja spyrnubrautin verður formlega vígð.
02. ágúst Sunnudagur Drift
02. ágúst Sunnudagur Burn-out
Opnað verður fyrir skráningu þegar nær dregur.

En við verðum samt með bílasýninguna okkar 17 júní upp á svæði Bilaklúbbsins. Okkur langaði að halda í hefðina og þess vegna var hún ekki frestuð líka. Og hafir þú áhuga á að koma með bílinn þinn sendu á jonni@ba.is

Comments are closed.