Deildir/Nefndir
Bílaklúbbur Akureyrar er deildarskipt félag. Við inngöngu geta menn valið sér deild og þar með gengið inn í þann hóp sem hefur sama eða svipað áhugamál innan klúbbsins. Deildirnar eru misvirkar, engin deild er þó virkari en félagar hennar. Deildir hafa fundi á mismundandi tímum og ræður þar samkomulag við húsverði nokkru.
Fornbíladeild
Fornbíladeildin sér um rekstur og uppgerð eldri bíla. Innan hennar eru gjarnan menn sem hafa mikla reynslu í uppgerð og rekstri fornbíla og óbilandi áhuga á gömlum bílum. Einstaka félagar hafa komið sér upp skrá yfir alla gamla bíla sem liggja undir skemmdum um allt land og vinna hörðum höndum að björgun þessarra tækja frá glötun. Deildin hefur umsjón með uppgerð FORD AA árg 1930 sem klúbburinn hefur yfirráð yfir, og er nokkuð vel á veg komin. Einnig á félagið DODGE WEAPON árg 1953, gamlan hjálparsveitarbíl frá Akureyri, ekinn u.þ.b. 10 þúsund mílur og hefur hann verið notaður sem stjórnstöð og dráttarklár í nokkur ár og er alveg frábært ökutæki, t.d. hentugur á rúntinn og er original 6 cyl. bensín. Nýjasta viðbót deildarinnar er 1981 módelið af Mercedes Benz 305 strætisvagni sem er klárlega merkilegasti fornbíll bæjarins í sögulegu samhengi. Fornbíladeildin stendur árlega fyrir sumar grilli fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra og hefur starfað ötullega að því að halda við gamla góða sumarrúntinum. Sumarstarfið hefst svo með skoðunardegi fornbíla.
Rally og rallycrossdeild
Starfssemi Rally og rallycrossdeildar hefur ekki verið mikil vegna aðstöðuleysis. Undanfarin ár hefur þó ein og ein Go-kart keppni verið haldin á vegum deildarinnar en til stendur að koma upp rallycross/go-cart svæði nú síðla sumars og að endurvekja þetta skemmtilega sport hér norðan heiða.
Jeppadeild
Jeppadeild hefur starfað með miklum ágætum undanfarin ár, með aðstoð annarra deilda. En hún hefur yfirumsjón með torfærukeppnum félagsins. Það er mikil vinna sem liggur að baki hverri keppni, að ekki sé talað um þegar hún er orðin á heimsklassa eins og torfæran er orðin. Greifatorfæran hefur verið haldin í lok maí ár hvert og hefst Íslandsmótið með þessari keppni ár hvert.
Sýningardeild
Sýningardeild hefur yfirumsjón með bílasýningunni 17. júní ár hvert. Hún skipar mikinn sess í hugum Akureyringa og er því sem næst ástæðulaust að auglýsa hana innanbæjar. Á henni má líta alls konar tryllitæki og óvenjuleg ökutæki, mótorhjól sem fornbíla, stóra sem smáa. Oft eru sýningarbásar frá þekktum aukahlutaseljendum, og svo mætti lengi telja.
Spyrnudeild
Spyrnudeild hefur umsjón með spyrnukeppnum, s.s. sandspyrnu og götuspyrnu sem nú hefur unnið sér fastan sess í sumarstarfi klúbbsins. Það var annars nokkurt afrek að fá að loka einni af meiri umferðargötum bæjarins fyrir keppni af þessu tagi en það hafðist með hörkunni og best var að lögreglan og bæjaryfirvöld hafa verið með okkur frá fyrstu stundu. Sandspyrnukeppnir eru haldnar við Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit og nú einnig á okkar framtíðarlandsvæði