Dagsskrá Bíladaga 2025
Á sandspyrnunni munum við keyra líkt og í fyrra barnaflokkinn á undan tímatökum en mæting hjá þeim er um 17:10 (skráning á staðnum). Endilega að hvetja þessi skott áfram þau eru okkar arftakar. Og svo er bara svo gaman að sjá hvað þau eru einbeitt og dugleg að keyra í sandinum.
13. júní Sandspyrna Tímatökur byrja 18:45
14. júní Götuspyrna Tímatökur byrja 12:30
14. júní Bílalimbó (sama stað og í fyrra) keppni hefst kl. 21:00
Mæting 20:30 pittur lokar 21:00
Skráning á staðnum
Mæting 20:30 pittur lokar 21:00
Skráning á staðnum
15. júní Rallycross Keppni hefst 11:00
15. júní hávaðakeppni (sama stað og í fyrra) keppni hefst kl. 20:00
Mæting 19:00 pittur lokar 19:30
Skráning á staðnum
Mæting 19:00 pittur lokar 19:30
Skráning á staðnum
16. júní Drift keppni Forkeppni hefst 11:45
16. júní Burn-out
Pittur opnar 19:30 og lokar 20:00
Skráning á staðnum.
16. júní Burn-out
Pittur opnar 19:30 og lokar 20:00
Skráning á staðnum.
17. júní Bílasýning í Boganum frá 10:00-18:00
Skráning jonni@ba.is
Skráning jonni@ba.is
(Ath breytingar geta átt sér stað) Viðburðir gætu flakkað á milli daga ef veðrið er þannig. En vonum að sú gula láti sjá sig þannig að það þurfi ekki.
Verðskrá:
Armbönd eru á 18.000kr og hægt er að kaupa það inná ba.is og nálgast síðan í það upp á braut í sömu viku og bíladagar byrja og á öllum viðburðum.
Greiddur félagsmaður 2025 fær helmings afslátt inn á viðburði. (hvítt kort) Gegn framvísun félagskortsins.
Gullkorthafar fá frítt inn á viðburði gegn framvísun gullkorti 2025.
12 ára og yngri fá frítt inn.
Þeir sem eiga eftir að fá kortin sín þau verða ekki send í pósti, hægt verður að nálgast þau í miðsölu á viðburðum gegn framvísun skilríkja. Ef við sendum þau núna í pósti þá getur áhættan verið sú að viðkomandi fær ekki kortið sitt í tæka tíð, það verður endursent því bréfalúgan er ekki merkt svo eitthvað sé nefnt.
Birt með fyrirvara um breytingar.
Siðareglur Bíladaga.
- Við göngum (keyrum) vel um bæinn okkar, jafnframt gestir sem heimamenn.
- Virðum hámarkshraða í íbúðarhverfum sem og á vegum úti.
- Við spólum einungis á akustursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar.
- Gestir Bíladaga eru jákvæðir og þar af leiðandi þrælskemmtilegir.
- Við berum virðingu fyrir náunganum og tökum höndum saman um að gera bíladaga frábæra!
- Gestir bíladaga ganga snyrtilega um umhverfi sitt.
